Gæðastefna

PA hreinsun býður fjölbreyttar heildarlausnir í ræstingum og hreingerningamálum.

Þjónusta við fyrirtæki og stofnanir í Reykjanesbæ felst meðal annars í því að bjóða upp á hreingerningar, teppahreinsun, steinteppahreinsun, gluggahreinsun, gluggaþvott, rimlagardínuhreinsun, bónhreinsun, bónun gólfa og parket hreinsun.

Starfsfólk, P.A. hreinsunar hefur áratuga langa reynslu af ræstingum og er lögð mikil áhersla á vönduð vinnubrögð, heiðarleika og persónuleg samskipti við verkkaupa.

PA hreinsun bíður fyrirtækjum uppá einstaka og fagmanlega þjónustu sem henta bæði fyrir stór sem og smá fyrirtæki. Þekking, reynsla og góð mannleg samskipti eru alltaf höfð í fyrirrúmi og sjáum við til þess að fyrirtæki þitt sé ávallt hreint. Unnið er eftir sérstöku þjónustukerfi sem gert er fyrir fyrirtækja umhverfi þar sem amstur og áreiti hversdagsins getur verið mikið.

Hvert fyrirtæki er einstakt og því höldum við því hreinu með daglegum, vikulegum eða mánaðarlegum þrifum, allt eftir samkomulagi við hvert og eitt fyrirtæki.

Umhverfisstefna

  • Að öll starfsemi fyrirtækisins sé í sátt við umhverfið og mannfólkið.
  • Að viðskiptavinir P,A,hreinsun ehf geti treyst því að fyrirtækið sýni gott fordæmi og uppfylli viðeigandi kröfur vegna umhverfismála.
  • Að hafa samvinnu við viðskiptavini um að lágmarka áhrif hreinlætisvara á umhverfið með því að tryggja rétta skömmtun/notkun þeirra (m.a. sérhæfðar skömmtunardælur í því skyni að tryggja rétta skömmtun hreinsi- og sótthreinsiefna
  • Að fræða starfsfólk fyrirtækja og stofnana um rétt vinnubrögð (lágmarka efnisnotkun,plast poka notkun orkunotkun, slysahættu
  • Að vinna stöðugt að umbótum á sviði umhverfismála og mengunarvarna og fara að gildandi lögum og reglum um þá málaflokka.